Brauðtertur eru enginn viðbjóður Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2019 08:00 Gestir fylgdust spenntir með úrslitum brauðtertukeppninnar, en hún er vonandi komin til að vera. Myndir/Helga Pálína Brynjólfsdóttir „Það var eiginlega of vel mætt á viðburðinn og við Margrét Dóróthea týndum Sigga Hall tvisvar í þvögunni á meðan við gengum á milli brauðterta,“ segir Erla Hlynsdóttir sem dæmdi herlegheitin ásamt Sigga og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Brauðtertukeppnin á rætur að rekja til létts gríns hennar og Erlu Gísladóttur sem hefur heldur betur undið upp á sig í Facebook-hóp sem kenndur er við Brauðtertufélagið og telur yfir 8.000 manns.Þessi terta eftir Sólrúnu Sigurðardóttir var valin bragðbesta tertan.„Ég týndist víst líka einu sinni,“ segir Erla á léttu nótunum enda að vonum ánægð með undirtektirnar. „Ég verð að þakka öllum þessum frábæru þátttakendum því án þeirra hefði ekki verið nein keppni. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Brauðtertan er greinilega upprisin og mér heyrist á öllu að við verðum að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Erla. Siggi Hall segist ekki efast um að brauðtertukeppnin sé komin til að vera. „Ég er alveg staðfastur á því að þetta verður árlegt og verður bara flottara og betra. Það þarf bara að semja einhverjar reglur af því að brauðterta á að vera brauðterta og má ekki vera eitthvert rugl. Þetta vex og dafnar og verður bara flott konsept og mjög í hávegum haft í alla staði,“ segir Siggi brattur.Þessi fallega brauðterta er vegan og ber nafnið Haustfagnaður, en hún var gerð af Bergþóru Heiðu Guðmundsdóttur.Enginn viðbjóður En brauðtertur eru náttúrlega viðbjóður … „Nei. Sko, þetta er nefnilega enginn viðbjóður. Brauðtertur eru góðar nema þær séu vondar,“ segir Siggi og grípur til varna fyrir þennan gamalgróna veislukost og majónesið, límið sem heldur öllu gumsinu saman.Þessi var valin best skreytta tertan síðasta laugardag.„Það er oft dálítið ómaklega að majónesi vegið. Það er ekkert eitrað, ógeðslegt og vont eins og fólk er að segja. Nema ef þú tekur eins og þrjá desilítra af majónesi með tómatsósu í svona kokteilsósuformi og borðar það allt saman með einhverjum vondum frönskum kartöflum, þá verður það ekki sniðugt. Þá er þetta kransæðakrem en það er nú önnur saga,“ heldur meistarakokkurinn áfram.Hér sjást frumlegustuterturnar en þær voru með harðfisksalati og fylltar með rauðbeðum. „Brauðtertur blandaðar með majónesi og sýrðum rjóma og eins og er módern í dag, grískri jógúrt og svona. Það er allt í lagi. Það er bara fínt.“Brauðterta með nautahakkssalati gerð af Guðmundi Helgasyni.Borðað með augunum Siggi leggur mikla áherslu á að brauðterturnar líti vel út og að þær verði að vera fagurlega skreyttar. Linda Gustafsson gerði þessa fallegu rækjukremtertu.„Það er mikið atriði af því að brauðterta á að vera skreytt. Maður borðar sko brauðtertu líka með augunum. Hún er skraut á borði og það eiga alltaf að vera brauðtertur í öllum skírnar- og fermingarveislum. Og stúdentsveislum auðvitað. „Það verður engin brauðterta í ár,“ söng Bjartmar Guðlaugsson þegar hann sá að hann myndi aldrei verða stúdent.“Fréttablaðið/Anton BrinkEiginlega alíslensk Siggi segir að eftir nokkra eftirgrennslan hafi hafi hann og Svala Ólafsdóttir, eiginkona hans, komist að þeirri niðurstöðu að brauðtertan sé eiginlega í grunninn íslenskt fyrirbæri. „Svíar eiga sko smörgåstårta sem er ekki alveg það sama. Svo veit ég líka að okkar kæru frændur, Færeyingarnir, eru mjög miklir brauðtertumenn. Og það getur kannski og líklega verið komið frá Íslandi. Þessi sérstaka brauðterta, ég held hún sé íslensk svona með rækjusalatinu, eða með skinku og aspassalati og svo er hangikjötið náttúrlega bara séríslenskt og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira
„Það var eiginlega of vel mætt á viðburðinn og við Margrét Dóróthea týndum Sigga Hall tvisvar í þvögunni á meðan við gengum á milli brauðterta,“ segir Erla Hlynsdóttir sem dæmdi herlegheitin ásamt Sigga og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Brauðtertukeppnin á rætur að rekja til létts gríns hennar og Erlu Gísladóttur sem hefur heldur betur undið upp á sig í Facebook-hóp sem kenndur er við Brauðtertufélagið og telur yfir 8.000 manns.Þessi terta eftir Sólrúnu Sigurðardóttir var valin bragðbesta tertan.„Ég týndist víst líka einu sinni,“ segir Erla á léttu nótunum enda að vonum ánægð með undirtektirnar. „Ég verð að þakka öllum þessum frábæru þátttakendum því án þeirra hefði ekki verið nein keppni. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Brauðtertan er greinilega upprisin og mér heyrist á öllu að við verðum að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Erla. Siggi Hall segist ekki efast um að brauðtertukeppnin sé komin til að vera. „Ég er alveg staðfastur á því að þetta verður árlegt og verður bara flottara og betra. Það þarf bara að semja einhverjar reglur af því að brauðterta á að vera brauðterta og má ekki vera eitthvert rugl. Þetta vex og dafnar og verður bara flott konsept og mjög í hávegum haft í alla staði,“ segir Siggi brattur.Þessi fallega brauðterta er vegan og ber nafnið Haustfagnaður, en hún var gerð af Bergþóru Heiðu Guðmundsdóttur.Enginn viðbjóður En brauðtertur eru náttúrlega viðbjóður … „Nei. Sko, þetta er nefnilega enginn viðbjóður. Brauðtertur eru góðar nema þær séu vondar,“ segir Siggi og grípur til varna fyrir þennan gamalgróna veislukost og majónesið, límið sem heldur öllu gumsinu saman.Þessi var valin best skreytta tertan síðasta laugardag.„Það er oft dálítið ómaklega að majónesi vegið. Það er ekkert eitrað, ógeðslegt og vont eins og fólk er að segja. Nema ef þú tekur eins og þrjá desilítra af majónesi með tómatsósu í svona kokteilsósuformi og borðar það allt saman með einhverjum vondum frönskum kartöflum, þá verður það ekki sniðugt. Þá er þetta kransæðakrem en það er nú önnur saga,“ heldur meistarakokkurinn áfram.Hér sjást frumlegustuterturnar en þær voru með harðfisksalati og fylltar með rauðbeðum. „Brauðtertur blandaðar með majónesi og sýrðum rjóma og eins og er módern í dag, grískri jógúrt og svona. Það er allt í lagi. Það er bara fínt.“Brauðterta með nautahakkssalati gerð af Guðmundi Helgasyni.Borðað með augunum Siggi leggur mikla áherslu á að brauðterturnar líti vel út og að þær verði að vera fagurlega skreyttar. Linda Gustafsson gerði þessa fallegu rækjukremtertu.„Það er mikið atriði af því að brauðterta á að vera skreytt. Maður borðar sko brauðtertu líka með augunum. Hún er skraut á borði og það eiga alltaf að vera brauðtertur í öllum skírnar- og fermingarveislum. Og stúdentsveislum auðvitað. „Það verður engin brauðterta í ár,“ söng Bjartmar Guðlaugsson þegar hann sá að hann myndi aldrei verða stúdent.“Fréttablaðið/Anton BrinkEiginlega alíslensk Siggi segir að eftir nokkra eftirgrennslan hafi hafi hann og Svala Ólafsdóttir, eiginkona hans, komist að þeirri niðurstöðu að brauðtertan sé eiginlega í grunninn íslenskt fyrirbæri. „Svíar eiga sko smörgåstårta sem er ekki alveg það sama. Svo veit ég líka að okkar kæru frændur, Færeyingarnir, eru mjög miklir brauðtertumenn. Og það getur kannski og líklega verið komið frá Íslandi. Þessi sérstaka brauðterta, ég held hún sé íslensk svona með rækjusalatinu, eða með skinku og aspassalati og svo er hangikjötið náttúrlega bara séríslenskt og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira