Sport

Fyrrum NFL-leikmaður myrtur af syni sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bennett (í grænu treyjunni) er hér í leik með NY Jets.
Bennett (í grænu treyjunni) er hér í leik með NY Jets. vísir/getty
Mikill harmleikur átti sér stað í Minnesota í síðustu viku er Barry Bennett, fyrrum leikmaður í NFL-deildinni, var myrtur ásamt eiginkonu sinni. Sonur þeirra skaut þau til bana.

Yfirvöld í Minnesota hafa gefið út handtökuskipun á hinn 22 ára gamla Dylan Bennett. Hann flúði á bíl móður sinnar en skildi sinn bíl eftir. Í honum voru byssukúlur og kassinn utan af morðvopninu. Dylan tók svo pening af reikning foreldra sinna og flúði til Cancun í Mexíkó.

Dylan hafði verið að glíma við andleg veikindi og var lagður inn á geðsjúkrahús um áramótin vegna þeirra. Þá hafði drengurinn rætt um að myrða foreldra sína.

Barry Bennett lék í NFL-deildinni frá 1978 til 1988. Hann var valinn af New Orleans í nýliðavalinu. Hann spilaði svo með New York Jets og lék einn leik fyrir Minnesota Vikings áður en hann lagði skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×