Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2019 22:30 Eiður Aron lék allan leikinn í vörn Vals. vísir/bára Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í afar kaflaskiptum leik á Hlíðarenda í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Eitt sérstakasta atvik sumarsins átti sér stað í leiknum. Á 72. mínútu skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson og kom Stjörnunni í 1-3. Það héldu allavega flestir enda var markið dæmt gilt. Eftir mikið japl, jaml og fuður sneri dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, dómnum við og dæmdi markið af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru afar ósáttir við dóminn sem reyndist vatn á myllu Valsmanna. Eftir að hafa verið lakari aðilinn nánast allan leikinn tóku þeir sig saman í andlitinu og jöfnuðu á 83. mínútu. Andri Adolphsson skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ívars Arnar Jónssonar. Fimm mínútum síðar braut Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, á Kristni Inga Halldórssyni innan teigs og Helgi Mikael dæmdi víti. Patrick Pedersen tók spyrnuna en Haraldur varði vel. Lokatölur 2-2. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og á 7. mínútu náðu þeir forystunni þegar Pedersen stýrði fyrirgjöf Ívars Arnar í netið. Þetta var sjöunda mark Danans í sjö deildarleikjum í sumar. Eftir þetta settu heimamenn tærnar upp í loftið og gestirnir úr Garðabænum tóku öll völd á vellinum. Þeir opnuðu Valsvörnina hins vegar sjaldan. Þeir þurftu þess reyndar ekki til að jafna. Á 28. mínútu fékk Hilmar Árni Halldórsson boltann milli varnar og miðju, fékk tíma og pláss til að láta vað og boltinn söng í netinu. Stjarnan náði forystunni á 57. mínútu þegar Hilmar Árni sendi á Sölva Snæ Guðbjargarson sem skoraði í öðrum leiknum í röð. Allt virtist stefna í Stjörnusigur en markið sem var dæmt af sneri leiknum. Valur jafnaði og hefði hæglega getað unnið leikinn sem þeir áttu ekki skilið miðað við frammistöðuna í kvöld. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar en Valur í því fimmta. Þremur stigum munar á liðunum.Af hverju varð jafntefli? Bæði lið eru væntanlega svekkt eftir leikinn. Miðað við spilamennskuna geta Íslandsmeistararnir verið sáttir með stigið en vítið sem fór í súginn hlýtur að svíða. Stjarnan var lengst af sterkari aðilinn og komst góða stöðu. Þeir gáfu hins vegar verulega eftir undir lokin, fengu á sig jöfnunarmark og gátu á endanum þakkað Haraldi fyrir stigið.Hverjir stóðu upp úr? Í frekar slökum leik stóð Hilmar Árni upp úr. Breiðhyltingurinn skoraði sitt ellefta deildarmark á tímabilinu með frábæru skoti og lagði síðan annað mark Stjörnunnar upp. Baldur Sigurðsson lék vel lengst af en gerði stór mistök í öðru marki Vals þegar hann hitti ekki boltann. Eyjólfur Héðinsson átti einnig fínan leik á miðju Stjörnunnar. Ívar Örn fékk tækifæri í byrjunarliði Vals, nýtti það vel og lagði upp bæði mörk liðsins með frábærum fyrirgjöfum. Kristinn Ingi átti afar kröftuga innkomu og hristi upp í leiknum og Andri átti ágætan leik og skoraði jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? Það vantaði ekki dramatík, spennu og umdeild atvik í kvöld en leikurinn var ekki góður. Valsmenn byrjuðu vel en voru síðan slakir fram af jöfnunarmarki Andra. Hver sendingin og fyrirgjöfin á fætur annarri mislukkaðist og það var enginn taktur í spili heimamanna. Stjörnumenn voru skömminni skárri og gerðu ekki jafn mörg mistök en sköpuðu sér heldur ekki mörg opin færi. Kristinn Freyr Sigurðsson átti afleitan leik hjá Val, missti boltann hvað eftir annað og gerði sjaldnast tilraun að hlaupa til baka og vinna hann aftur. Kaj Leo í Bartalsstovu var einnig lélegur.Hvað gerist næst? Valsmenn sækja fallna Eyjamenn heim á sunnudaginn en það er síðasti leikur liðsins fyrir landsleikjahléið. Á laugardaginn fær Stjarnan FH í heimsókn í afar mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusæti.Ólafur kvaðst ánægður með stigið gegn Stjörnunni.vísir/daníelÓlafur: Þorsteinn átti auðvitað að segja nei „Þetta var kaflaskiptur leikur en ég er ánægður að fá stigið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið við Stjörnuna, 2-2 í kvöld. Valur byrjaði leikinn vel og komst yfir en svo tók Stjarnan öll völd á vellinum. Gestirnir komust yfir en eftir að mark var dæmt af þeim kom meiri kraftur í heimamenn. Þeir jöfnuðu og fengu svo vítaspyrnu undir lokin. Haraldur Björnsson varði hins vegar frá Patrick Pedersen og tryggði Stjörnunni stig. „Við byrjuðum fínt og skoruðum gott mark. En saga okkur í sumar er að um leið við skorum virðumst við hræðast eitthvað og þurfum að lenda undir til að komast aftur í gang,“ sagði Ólafur. Kristinn Ingi Halldórsson átti góða innkomu í lið Vals og fiskaði m.a. vítaspyrnuna. „Hann stóð sig vel,“ sagði Ólafur stuttur í spunann. Eins og áður sagði var mark dæmt af Stjörnunni eftir rúmar 70 mínútur. Helgi Mikael Jónasson dæmdi markið fyrst gilt en sneri þeim dómi svo við eftir að hafa rætt við aðstoðardómarann Bryngeir Valdimarsson. „Auðvitað sé ég ekki hvort hann er rangstæður. Þú veist það fyrst þú ert að spyrja mig að því,“ sagði Ólafur. „Mér skilst að dómarinn hafi spurt leikmanninn [Þorstein Má Ragnarsson] hvort hann hafi komið við boltann. Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu. Hann átti auðvitað að segja nei.“Rúnar Páll var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna á Hlíðarenda.vísir/báraRúnar Páll: Glórulaust að mínu viti „Þú verður að spyrja dómarann að því. Hvernig væri að fá þá í viðtöl til að skera úr um þessa dóma? Þetta er glórulaust að mínu viti. Ég veit ekki á hvað hann dæmdi,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við Val í kvöld. Atvikið sem Rúnar var svo ósáttur með var þegar mark var dæmt af Stjörnunni þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. Markið var fyrst dæmt gilt en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara dæmdi Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, markið af. „Dómgæslan í þessum leik var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga. Því miður er það þannig. Ég er mjög heitur þannig að það er best að segja sem minnst.“ Stjarnan lenti undir snemma leiks en náði svo heljartaki á leiknum og komst yfir. Valur jafnaði síðan og fékk gullið tækifæri til að vinna en Haraldur Björnsson varði vítaspyrnu Patricks Pedersen. Rúnar var sáttur með frammistöðu sinna manna og fannst hún verðskulda sigur. „Það fannst mér. Þetta er erfiður útivöllur og við komumst yfir. Við vorum klaufar. Svo fannst mér rangstöðufnykur af öðru markinu og líka þegar þeir fengu vítið. Það var kraftur og vinnusemi í okkar liði en við hefðum getað verið rólegri með boltann. Það er ágætt að fá stig hérna og við þurfum bara að vinna FH næst,“ sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í afar kaflaskiptum leik á Hlíðarenda í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Eitt sérstakasta atvik sumarsins átti sér stað í leiknum. Á 72. mínútu skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson og kom Stjörnunni í 1-3. Það héldu allavega flestir enda var markið dæmt gilt. Eftir mikið japl, jaml og fuður sneri dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, dómnum við og dæmdi markið af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru afar ósáttir við dóminn sem reyndist vatn á myllu Valsmanna. Eftir að hafa verið lakari aðilinn nánast allan leikinn tóku þeir sig saman í andlitinu og jöfnuðu á 83. mínútu. Andri Adolphsson skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ívars Arnar Jónssonar. Fimm mínútum síðar braut Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, á Kristni Inga Halldórssyni innan teigs og Helgi Mikael dæmdi víti. Patrick Pedersen tók spyrnuna en Haraldur varði vel. Lokatölur 2-2. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og á 7. mínútu náðu þeir forystunni þegar Pedersen stýrði fyrirgjöf Ívars Arnar í netið. Þetta var sjöunda mark Danans í sjö deildarleikjum í sumar. Eftir þetta settu heimamenn tærnar upp í loftið og gestirnir úr Garðabænum tóku öll völd á vellinum. Þeir opnuðu Valsvörnina hins vegar sjaldan. Þeir þurftu þess reyndar ekki til að jafna. Á 28. mínútu fékk Hilmar Árni Halldórsson boltann milli varnar og miðju, fékk tíma og pláss til að láta vað og boltinn söng í netinu. Stjarnan náði forystunni á 57. mínútu þegar Hilmar Árni sendi á Sölva Snæ Guðbjargarson sem skoraði í öðrum leiknum í röð. Allt virtist stefna í Stjörnusigur en markið sem var dæmt af sneri leiknum. Valur jafnaði og hefði hæglega getað unnið leikinn sem þeir áttu ekki skilið miðað við frammistöðuna í kvöld. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar en Valur í því fimmta. Þremur stigum munar á liðunum.Af hverju varð jafntefli? Bæði lið eru væntanlega svekkt eftir leikinn. Miðað við spilamennskuna geta Íslandsmeistararnir verið sáttir með stigið en vítið sem fór í súginn hlýtur að svíða. Stjarnan var lengst af sterkari aðilinn og komst góða stöðu. Þeir gáfu hins vegar verulega eftir undir lokin, fengu á sig jöfnunarmark og gátu á endanum þakkað Haraldi fyrir stigið.Hverjir stóðu upp úr? Í frekar slökum leik stóð Hilmar Árni upp úr. Breiðhyltingurinn skoraði sitt ellefta deildarmark á tímabilinu með frábæru skoti og lagði síðan annað mark Stjörnunnar upp. Baldur Sigurðsson lék vel lengst af en gerði stór mistök í öðru marki Vals þegar hann hitti ekki boltann. Eyjólfur Héðinsson átti einnig fínan leik á miðju Stjörnunnar. Ívar Örn fékk tækifæri í byrjunarliði Vals, nýtti það vel og lagði upp bæði mörk liðsins með frábærum fyrirgjöfum. Kristinn Ingi átti afar kröftuga innkomu og hristi upp í leiknum og Andri átti ágætan leik og skoraði jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? Það vantaði ekki dramatík, spennu og umdeild atvik í kvöld en leikurinn var ekki góður. Valsmenn byrjuðu vel en voru síðan slakir fram af jöfnunarmarki Andra. Hver sendingin og fyrirgjöfin á fætur annarri mislukkaðist og það var enginn taktur í spili heimamanna. Stjörnumenn voru skömminni skárri og gerðu ekki jafn mörg mistök en sköpuðu sér heldur ekki mörg opin færi. Kristinn Freyr Sigurðsson átti afleitan leik hjá Val, missti boltann hvað eftir annað og gerði sjaldnast tilraun að hlaupa til baka og vinna hann aftur. Kaj Leo í Bartalsstovu var einnig lélegur.Hvað gerist næst? Valsmenn sækja fallna Eyjamenn heim á sunnudaginn en það er síðasti leikur liðsins fyrir landsleikjahléið. Á laugardaginn fær Stjarnan FH í heimsókn í afar mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusæti.Ólafur kvaðst ánægður með stigið gegn Stjörnunni.vísir/daníelÓlafur: Þorsteinn átti auðvitað að segja nei „Þetta var kaflaskiptur leikur en ég er ánægður að fá stigið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið við Stjörnuna, 2-2 í kvöld. Valur byrjaði leikinn vel og komst yfir en svo tók Stjarnan öll völd á vellinum. Gestirnir komust yfir en eftir að mark var dæmt af þeim kom meiri kraftur í heimamenn. Þeir jöfnuðu og fengu svo vítaspyrnu undir lokin. Haraldur Björnsson varði hins vegar frá Patrick Pedersen og tryggði Stjörnunni stig. „Við byrjuðum fínt og skoruðum gott mark. En saga okkur í sumar er að um leið við skorum virðumst við hræðast eitthvað og þurfum að lenda undir til að komast aftur í gang,“ sagði Ólafur. Kristinn Ingi Halldórsson átti góða innkomu í lið Vals og fiskaði m.a. vítaspyrnuna. „Hann stóð sig vel,“ sagði Ólafur stuttur í spunann. Eins og áður sagði var mark dæmt af Stjörnunni eftir rúmar 70 mínútur. Helgi Mikael Jónasson dæmdi markið fyrst gilt en sneri þeim dómi svo við eftir að hafa rætt við aðstoðardómarann Bryngeir Valdimarsson. „Auðvitað sé ég ekki hvort hann er rangstæður. Þú veist það fyrst þú ert að spyrja mig að því,“ sagði Ólafur. „Mér skilst að dómarinn hafi spurt leikmanninn [Þorstein Má Ragnarsson] hvort hann hafi komið við boltann. Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu. Hann átti auðvitað að segja nei.“Rúnar Páll var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna á Hlíðarenda.vísir/báraRúnar Páll: Glórulaust að mínu viti „Þú verður að spyrja dómarann að því. Hvernig væri að fá þá í viðtöl til að skera úr um þessa dóma? Þetta er glórulaust að mínu viti. Ég veit ekki á hvað hann dæmdi,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við Val í kvöld. Atvikið sem Rúnar var svo ósáttur með var þegar mark var dæmt af Stjörnunni þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. Markið var fyrst dæmt gilt en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara dæmdi Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, markið af. „Dómgæslan í þessum leik var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga. Því miður er það þannig. Ég er mjög heitur þannig að það er best að segja sem minnst.“ Stjarnan lenti undir snemma leiks en náði svo heljartaki á leiknum og komst yfir. Valur jafnaði síðan og fékk gullið tækifæri til að vinna en Haraldur Björnsson varði vítaspyrnu Patricks Pedersen. Rúnar var sáttur með frammistöðu sinna manna og fannst hún verðskulda sigur. „Það fannst mér. Þetta er erfiður útivöllur og við komumst yfir. Við vorum klaufar. Svo fannst mér rangstöðufnykur af öðru markinu og líka þegar þeir fengu vítið. Það var kraftur og vinnusemi í okkar liði en við hefðum getað verið rólegri með boltann. Það er ágætt að fá stig hérna og við þurfum bara að vinna FH næst,“ sagði Rúnar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti