G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 07:49 Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Vísir/EPA Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amason-regnskógunum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tjáði fréttamönnum á fundi G7-ríkjanna í gær að samningurinn muni fela í sér tæknilega og fjárhagslega aðstoð fyrir ríki þau Suður-Ameríku sem orðið hafa hvað verst úti í eldunum. Ætlað er að samkomulagið verði kynnt síðar í dag, fyrir lok G7-fundarins.Sjá einnig: Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Hávær krafa hefur verið uppi um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana, enda eru Amason-regnskógarnir mikilvæg uppspretta súrefnis fyrir alla heimsbyggðina og heimkynni þriggja milljóna plantna og lífvera. Þá býr um það bil ein milljón frumbyggja í skóginum. Frakklandsforseti er ekki sá eini sem hefur boðið fram aðstoð sína, en á meðal þeirra sem hafa lofað því að veita aðstoð vegna eldanna er nýr forsætisráðherra Breta, Boris Johnson. Ætlar hann að leggja til tíu milljónir punda til þess að vernda regnskóginn og sporna við eldunum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu fyrir aðgerðaleysi og sagður eiga þátt í eldunum með því að hafa hvatt bændur og verkafólk á svæðinu til þess að ryðja burtu skóglendi. Á föstudag sendi hann hersveitir á vettvang til þess að reyna að vinna bug á skógareldunum eftir aukna pressu frá alþjóðasamfélaginu og gagnrýni þjóðarleiðtoga víða um heim.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45 Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust 25. ágúst 2019 21:45
Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. 24. ágúst 2019 17:57
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45