Lífsgæðakapphlaupið Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar