Bíó og sjónvarp

Breaking Bad kvikmyndin El Camino væntanleg í haust

Andri Eysteinsson skrifar
Aðalleikarar Breaking Bad, Aaron Paul, Bryan Cranston og Anna Gunn á góðri stundu.
Aðalleikarar Breaking Bad, Aaron Paul, Bryan Cranston og Anna Gunn á góðri stundu. Getty/Jesse Grant
Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Breaking Bad um efnafræðikennarann Walter White og fyrrum nemanda hans Jesse Pinkman sem lenda í ýmsu eftir að þeir demba sér í eiturlyfjaframleiðslu, geta svo sannarlega beðið eftir 11. október næstkomandi með eftirvæntingu.

Í gær tilkynnti streymisveitan Netflix á Twitter aðgangi sínum að væntanleg væri kvikmyndin El Camino, auk þess birtist stutt brot úr myndinni þar sem yfirheyrsla fer fram. Sjá má myndbrotið hér að neðan.

Breaking Bad hófu göngu sína árið 2008 á sjónvarpsstöðinni AMC, fimm þáttaraðir voru framleiddar og lauk þeim haustið 2013. Þættirnir hafa verið fádæma vinsælir en honum féllu í skaut alls 16 Emmy-verðlaun og tvö Golden Globe verðlaun.

Í aðalhlutverkum eru þeir Bryan Cranston, sem leikur Walter White, og Aaron Paul, sem leikur Jesse Pinkman. Fleiri persónur úr þáttunum hafa notið vinsælda og má þar nefna lögfræðinginn Saul Goodman en um hann voru gerðir þættirnir Better Call Saul sem hafa einnig notið vinsælda.


Tengdar fréttir

Bryan Cranston segist staddur á Íslandi

Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld.

Aaron Paul mættur aftur til landsins

Leikarinn Aaron Paul er staddur hér á landi en hann greinir frá því á Instagram. Paul er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu Breaking Bad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.