Rjóminn frá Norðurlöndum Edda Karítas Baldursdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Hvítur, hvítur dagur er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13