Hríðlækkandi verðbólga í kortunum Birgir Haraldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun