Hver níðist á neytendum? Ólafur Arnarson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ólafur Arnarson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar