Sveppur sem ógnar bananaframleiðslu heimsins hefur náð til Suður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 14:16 Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi. Vísri/Getty Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar. Kólumbía Matur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar.
Kólumbía Matur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira