Dior birti auglýsinguna á netinu á föstudag en hún var fjarlægð aðeins nokkrum klukkustundum síðar.
Í auglýsingunni mátt sjá frumbyggja í Bandaríkjunum dansa á meðan Johnny Depp leikur á gítar og kveikir varðeld í eyðimörkinni.
Þeir sem gagnrýndu þessa auglýsingu bentu á að franska orðið Sauvage megi þýða sem villimann, sem hefur í gegnum söguna verið notað til að lýsa indíánum í Bandaríkjunum á niðrandi hátt.
Margir hafa lýst andúð sinni á þessari auglýsingu og segja hana til marks um fáfræði Dior-fyrirtæksins.
Dior lýsti auglýsingu á Twitter en þar sagði fyrirtækið að um væri að ræða ósvikið ferðalag djúpt inn sál frumbyggja á helgu og veraldlegu svæði. Sagðist Dior hafa ráðfært sig við frumbyggja við gerð þessarar auglýsingar og að markmiðið með henni hefði verið að fræða fólk um gildi og speki innfæddra.