Tíminn drepinn Óttar Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Óttar Guðmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar