Erlent

Brotist inn á Twitter aðgang stofnanda Twitter

Andri Eysteinsson skrifar
Jack Dorsey er maðurinn að baki Twitter.
Jack Dorsey er maðurinn að baki Twitter. Getty/Bloomberg
Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, varð fyrir barðinu á netþrjótum í dag en aðgangur hans að samfélagsmiðlinum sem hann skapaði var hakkaður. BBC greinir frá.

Hópur sem kallar sig „The Chuckling Squad“ hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en hatursfullum skilaboðum var dreift í gegnum aðgang Dorsey, @jack.

Ýmist var skrifað beint inn á aðganginn eða að skilaboðum hafi verið endurtíst. Skilaboðin voru skrifuð á um 15 mínútna tímabili.

Twitter hefur viðurkennt að öryggiskerfi sitt hafi brugðist en talið er að þrjótarnir hafi komist inn á aðganginn í gegnum smáforritið Cloudhopper sem Twitter keypti árið 2010.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×