Umboðsmaðurinn sagði að Liverpool vildi ekki hleypa Duncan burt frá félaginu og að hann hefði ekki farið út úr húsi í fjóra daga vegna málsins.
Jamie Carragher og umboðsmaðurinn lentu svo upp á kant við hvorn annan á Twitter í vikunni áður en Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu.
„Við sendum frá okkur yfirlýsingu um málið,“ sagði Klopp þegar hann var aðspurður um álið á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley í dag.
Jurgen Klopp speaks out on Bobby Duncan row after agent accused Reds of 'mental bullying' https://t.co/m9RefA7PBdpic.twitter.com/vn2RsX1Wsb
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 30, 2019
„Þetta er staða og það er erfitt að tala um þetta því hvert orð þarf að vera rétt. Það sem ég get sagt er að við hugsum mjög, mjög vel um okkar ungu leikmenn og þar á meðal Bobby.“
„Í fótboltanum geta samningamál stundum ollið vandræðum. Það er eðlileg staða á öllum aldri en með unga leikmenn erum við sérstaklega viðkvæmir. Allir aðilar þurfa að gera réttu hlutina,“ sagði Klopp.