Þyrla gæslunnar kölluð út í þrígang Andri Eysteinsson skrifar 30. ágúst 2019 19:24 Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í dag Vísir/Vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni.
Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira