Lífið

Segist hafa sofið hjá tugþúsundum karla

Birgir Olgeirsson skrifar
Joel Schumacher fór um víðan völl í skrautlegu viðtali.
Joel Schumacher fór um víðan völl í skrautlegu viðtali. Vísir/EPA
Leikstjórinn Joel Schumacher vill meina að hann hafi sofið hjá tug þúsundum karla á ævi sinni. Þetta sagði þessi 79 ára gamli Bandaríkjamaður í skrautlegu viðtali sem birt er á vef Vulture.

Schumacher er hvað þekktastur fyrir myndirnar St. Elmo´s Fire, The Lost Boys, Falling Down, The Client og Batman & Robin.

Í viðtalinu við Vulture ræddi hann eiturlyfjanotkun sína og fjöllyndi. Sá sem tók viðtalið spurði Schumacher hvort hann hefði einhvern tímann giskað á hversu marga bólfélaga hann hefði átt. Svaraði Schumacher að sú ágiskun myndi eflaust leiða til svars sem væri nærri tugþúsundum. Blaðamaðurinn virtist ekki alveg trúa Schumacher og spurði hvort hann meinti á bilinu tvö þúsund til þrjú þúsund? Schumacher sagði að svarið myndi eflaust liggja einhverstaðar á bilinu 10 til 20 þúsund karlar.

Schumacher sagði að þegar hann var ungur maður þá var það ekki svo algengt að samkynhneigðir gengu í hjónaband og eignuðust börn. „Ef þú fórst á skemmtistað fyrir samkynhneigða, og það var kannski 200 karlar þar, og spurðir yfir hópinn hvort þeir vildu stofna fjölskyldu eða eiga einnar nætur gaman?,“ sagði Schumacher í viðtalinu en hann segir að fjölskyldulíf hafi ekki heillað samkynhneigða á þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.