Misnotaði aðstöðu sína fleiri hundruð sinnum yfir átta ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 12:47 Björgunarmiðstöðin á Selfossi þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. hsu.is Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi. Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi.
Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent