Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 4-3 | Enn einn markaleikurinn hjá Blikum og Fylkismönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2019 22:00 Thomas Mikkelsen var á skotskónum í kvöld. vísir/bára Breiðablik vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni þegar liðið lagði Fylki að velli, 4-3, á Kópavogsvelli í kvöld. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir gestina úr Árbænum. Þetta var þriðji leikur Breiðabliks og Fylkis í sumar. Þetta hafa verið sannkallaðir markaleikir en í þeim hafa verið skoruð samtals 20 mörk. Í leiknum í kvöld fór líka rautt spjald á loft og Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu frá Castillion. Leikurinn hafði allt. Fyrsta klukkutímann benti ekkert til þess að lokamínúturnar yrðu taugatrekkjandi fyrir stuðningsmenn Breiðabliks. Þeirra menn voru með gríðarlega mikla yfirburði, sundurspiluðu Fylki og komust í 4-0. Þá loksins, þegar þeir höfðu engu að tapa, fóru Fylkismenn í gang. Castillion skoraði þrennu og klúðraði víti og í uppbótartíma átti Hákon Ingi Jónsson skot stöngina á marki Blika. Árbæingar voru því hársbreidd frá því að ná stigi eftir að hafa verið ómögulegri stöðu. Andri Rafn Yeoman og Höskuldur Gunnlaugsson komu Breiðabliki í 2-0 með tveimur mörkum með mínútu millibili snemma leiks. Í leikjunum gegn Val og FH lenti Breiðablik 2-0 undir snemma leiks en í kvöld var þessu öfugt farið. Á 38. mínútu skoraði Thomas Mikkelsen svo þriðja mark Blika og tólfta mark sitt í sumar. Fylkismenn gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik og breyttu um leikkerfi. En strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Alfons Sampsted fjórða mark Blika. Leik lokið héldu flestir enda yfirburðir heimamanna miklir. Castillion minnkaði muninn í 4-1 skömmu eftir tvöfalda skiptingu Breiðabliks. Á 72. mínútu dæmdi Egill Arnar Sigurþórsson, sem tók við flautunni í fyrri hálfleik af Ívari Orra Kristjánssyni, vítaspyrnu á Viktor Örn Margeirsson fyrir að slá til Ragnars Braga Sveinssonar. Viktor Örn var líka rekinn af velli. Gunnleifur varði víti Castillions en skömmu síðar skoraði Hollendingurinn annað mark sitt. Fylkismenn efldust við þetta, héldu áfram að sækja og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Castillion þriðja mark sitt. Mínútu síðar varði Gunnleifur frá Hákoni Inga sem tók frákastið og skaut í stöngina á marki Breiðabliks. Lokatölur 4-3, í frábærum leik. Blikar hafa verið í miklu stuði upp á síðkastið og skorað 17 mörk í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Þeir eru enn í 2. sæti deildarinnar, nú með 36 stig. Fylkismenn, sem halda áfram að vinna og tapa á víxl, eru í 9. sæti deildarinnar með 25 stig.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru frábærir fyrsta klukkutímann. Þeir tættu vörn Fylkismanna í sig hvað eftir annað og voru alltaf hættulegir þegar þeir komust í námunda við vítateig gestanna. Blikar voru miklu sprækari og skarpari, fyrri til í allar aðgerðir og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. En heimamenn hleyptu gestunum inn í leikinn og voru á endanum heppnir að landa sigrinum. Breytingarnar sem Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, gerði í hálfleik gáfu góða raun á meðan Breiðablik datt niður eftir tvöföldu skiptinguna eftir klukkutíma.Hverjir stóðu upp úr? Castillion komst í hóp óheppinna leikmanna sem hafa skorað þrennu í tapleik. Hollendingurinn var gríðarlega öflugur í seinni hálfleik og varnarmenn Breiðabliks réðu illa við hann. Castillion hefur verið góður í síðustu leikjum og er kominn með níu mörk í deildinni. Hákon Ingi var flottur eftir að hann kom inn á og Daði Ólafsson var góður í seinni hálfleik eftir að Fylkir breytti um leikkerfi. Andri Rafn átti frábæran leik hjá Breiðabliki sem og Alfons sem var mjög aðsópsmikill sem hægri bakvörður og leysti svo miðvarðastöðuna eftir að Viktor Örn var rekinn út af. Blikar hafa náð í 13 af 15 stigum mögulegum í deildinni síðan Alfons kom heim frá Norrköping í Svíþjóð. Davíð var mjög góður í stöðu vinstri bakvarðar og Höskuldur var sprækur í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Fylkismenn voru afleitir í klukkutíma og buðu enn og aftur upp á kómískan varnarleik. Aðeins fallnir Eyjamenn hafa fengið á sig fleiri mörk í sumar en Fylkismenn. Blikar fóru skelfilega illa með Orra Svein Stefánsson, hægri bakvörð Fylkis, í fyrri hálfleik. Hann réði ekkert við Davíð og Höskuld og fékk þess fyrir utan enga hjálp frá samherjum sínum. Orri var tekinn út af í hálfleik líkt og Emil Ásmundsson sem var ekki með fyrstu 45 mínútur leiksins. Skiptingarnar sem Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, gerði höfðu þveröfug áhrif og þá gerði Viktor Örn sig sekan um slæm mistök þegar hann fékk á sig vítið. Hann var væntanlega manna fegnastur þegar lokaflautið gall.Hvað gerist næst? Eftir landsleikjahléið, í síðustu þremur umferðunum, mætir Breiðablik Stjörnunni heima (16. september), ÍBV úti (22. september) og KR heima (28. september). Fylkir mætir Víkingi R. heima (18. september), Stjörnunni heima (22. september) og KA úti (28. september) í síðustu þremur leikjum sínum.Ágúst og félagar styrktu stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sigrinum á Fylki.vísir/báraÁgúst: Hefði viljað að við hefðum klárað leikinn mjög sannfærandi Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn gegn Fylki, þótt hann hafi verið tæpur á endanum. „Það stefndi í að við myndum skora 6-7 mörk en við urðum of værukærir. Við duttum niður og ég gerði skiptingu sem virkuðu greinilega ekki. Fylkismenn skoruðu þrjú mörk og hefðu hæglega getað tekið stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þeir fengu blóð á tennurnar og völtuðu yfir okkur síðustu 20 mínúturnar. Það er ótrúlegt að fá þessi þrjú stig en við tökum þau og erum ánægðir með þau.“ Síðustu leikir Breiðabliks hafa verið miklir markaleikir og leikir mikilla sviptinga. „Þetta hafa verið mjög kaflaskiptir leikir. Í síðustu tveimur leikjum lentum við 2-0 undir en komum gríðarlega sterkir til baka. Núna snerist þetta við og ég hefði viljað að við hefðum klárað þennan leik mjög sannfærandi. En við hleyptum Fylkismönnum inn í leikinn. Ég er ósáttur við þessi kaflaskipti. Þú verður að spila í 90 mínútur,“ sagði Ágúst. Fylkir fékk vítaspyrnu og Viktor Örn Margeirsson rautt spjald á 72. mínútu. „Ég sá það ekki. Við vorum í sókn og svo allt í einu var dæmt víti. Ég skildi þetta ekki alveg,“ sagði Ágúst. Þrátt fyrir miklar sveiflur í leikjum liðsins hefur Breiðablik fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm deildarleikjum sínum og er svo gott sem öruggt með Evrópusæti. „Það er góður gangur í þessu þótt leikirnir séu kaflaskiptir. Það sem skiptir öllu máli er að vinna og fá þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í,“ sagði Ágúst að endingu.Helgi var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri.vísir/andri marinóHelgi: Fer heim hundfúll með sjálfan mig „Ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum langt frá okkar besta. En það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Menn voru tilbúnir að berjast fyrir merki félagsins. Við hefðum hæglega getað jafnað. Við fengum 2-3 dauðafæri til að jafna í 4-4 sem hefði verið frábært og ekki ósanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn en sá fyrri varð okkur að falli,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir þeysireiðina á Kópavogsvelli í kvöld. Strákarnir hans Helga voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru 3-0 undir að honum loknum. Ekki tók betra við í upphafi seinni hálfleiks þegar Alfons Sampsted kom Breiðabliki í 4-0. „Við vorum of langt frá mönnunum og gáfum þeim tíma. Við ætluðum að koma framarlega á þá en náðum því ekki. Við gerðum tvöfalda skiptingu í hálfleik, settum tvo menn fram og pressuðum á vörnina þeirra. Það tókst en því miður aðeins of seint. Þó ekki því við fengum færi til að jafna. Þetta er hundfúlt,“ sagði Helgi. En hefði hann átt að breyta til fyrr í leiknum? „Það er alltaf ef og hefði. Ég get lofað þér því að ég fer heim hundfúll með sjálfan mig. Maður rýnir í það sem maður hefði getað gert. Það er eins og með leikmenn. Stundum geta þjálfararnir gert betur,“ sagði Helgi. „En ég var mjög sáttur að sjá hversu mikið leikmennirnir lögðu í þetta. Það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum jafnað þetta.“ Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni þegar liðið lagði Fylki að velli, 4-3, á Kópavogsvelli í kvöld. Geoffrey Castillion skoraði þrennu fyrir gestina úr Árbænum. Þetta var þriðji leikur Breiðabliks og Fylkis í sumar. Þetta hafa verið sannkallaðir markaleikir en í þeim hafa verið skoruð samtals 20 mörk. Í leiknum í kvöld fór líka rautt spjald á loft og Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu frá Castillion. Leikurinn hafði allt. Fyrsta klukkutímann benti ekkert til þess að lokamínúturnar yrðu taugatrekkjandi fyrir stuðningsmenn Breiðabliks. Þeirra menn voru með gríðarlega mikla yfirburði, sundurspiluðu Fylki og komust í 4-0. Þá loksins, þegar þeir höfðu engu að tapa, fóru Fylkismenn í gang. Castillion skoraði þrennu og klúðraði víti og í uppbótartíma átti Hákon Ingi Jónsson skot stöngina á marki Blika. Árbæingar voru því hársbreidd frá því að ná stigi eftir að hafa verið ómögulegri stöðu. Andri Rafn Yeoman og Höskuldur Gunnlaugsson komu Breiðabliki í 2-0 með tveimur mörkum með mínútu millibili snemma leiks. Í leikjunum gegn Val og FH lenti Breiðablik 2-0 undir snemma leiks en í kvöld var þessu öfugt farið. Á 38. mínútu skoraði Thomas Mikkelsen svo þriðja mark Blika og tólfta mark sitt í sumar. Fylkismenn gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik og breyttu um leikkerfi. En strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Alfons Sampsted fjórða mark Blika. Leik lokið héldu flestir enda yfirburðir heimamanna miklir. Castillion minnkaði muninn í 4-1 skömmu eftir tvöfalda skiptingu Breiðabliks. Á 72. mínútu dæmdi Egill Arnar Sigurþórsson, sem tók við flautunni í fyrri hálfleik af Ívari Orra Kristjánssyni, vítaspyrnu á Viktor Örn Margeirsson fyrir að slá til Ragnars Braga Sveinssonar. Viktor Örn var líka rekinn af velli. Gunnleifur varði víti Castillions en skömmu síðar skoraði Hollendingurinn annað mark sitt. Fylkismenn efldust við þetta, héldu áfram að sækja og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Castillion þriðja mark sitt. Mínútu síðar varði Gunnleifur frá Hákoni Inga sem tók frákastið og skaut í stöngina á marki Breiðabliks. Lokatölur 4-3, í frábærum leik. Blikar hafa verið í miklu stuði upp á síðkastið og skorað 17 mörk í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Þeir eru enn í 2. sæti deildarinnar, nú með 36 stig. Fylkismenn, sem halda áfram að vinna og tapa á víxl, eru í 9. sæti deildarinnar með 25 stig.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru frábærir fyrsta klukkutímann. Þeir tættu vörn Fylkismanna í sig hvað eftir annað og voru alltaf hættulegir þegar þeir komust í námunda við vítateig gestanna. Blikar voru miklu sprækari og skarpari, fyrri til í allar aðgerðir og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. En heimamenn hleyptu gestunum inn í leikinn og voru á endanum heppnir að landa sigrinum. Breytingarnar sem Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, gerði í hálfleik gáfu góða raun á meðan Breiðablik datt niður eftir tvöföldu skiptinguna eftir klukkutíma.Hverjir stóðu upp úr? Castillion komst í hóp óheppinna leikmanna sem hafa skorað þrennu í tapleik. Hollendingurinn var gríðarlega öflugur í seinni hálfleik og varnarmenn Breiðabliks réðu illa við hann. Castillion hefur verið góður í síðustu leikjum og er kominn með níu mörk í deildinni. Hákon Ingi var flottur eftir að hann kom inn á og Daði Ólafsson var góður í seinni hálfleik eftir að Fylkir breytti um leikkerfi. Andri Rafn átti frábæran leik hjá Breiðabliki sem og Alfons sem var mjög aðsópsmikill sem hægri bakvörður og leysti svo miðvarðastöðuna eftir að Viktor Örn var rekinn út af. Blikar hafa náð í 13 af 15 stigum mögulegum í deildinni síðan Alfons kom heim frá Norrköping í Svíþjóð. Davíð var mjög góður í stöðu vinstri bakvarðar og Höskuldur var sprækur í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Fylkismenn voru afleitir í klukkutíma og buðu enn og aftur upp á kómískan varnarleik. Aðeins fallnir Eyjamenn hafa fengið á sig fleiri mörk í sumar en Fylkismenn. Blikar fóru skelfilega illa með Orra Svein Stefánsson, hægri bakvörð Fylkis, í fyrri hálfleik. Hann réði ekkert við Davíð og Höskuld og fékk þess fyrir utan enga hjálp frá samherjum sínum. Orri var tekinn út af í hálfleik líkt og Emil Ásmundsson sem var ekki með fyrstu 45 mínútur leiksins. Skiptingarnar sem Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, gerði höfðu þveröfug áhrif og þá gerði Viktor Örn sig sekan um slæm mistök þegar hann fékk á sig vítið. Hann var væntanlega manna fegnastur þegar lokaflautið gall.Hvað gerist næst? Eftir landsleikjahléið, í síðustu þremur umferðunum, mætir Breiðablik Stjörnunni heima (16. september), ÍBV úti (22. september) og KR heima (28. september). Fylkir mætir Víkingi R. heima (18. september), Stjörnunni heima (22. september) og KA úti (28. september) í síðustu þremur leikjum sínum.Ágúst og félagar styrktu stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sigrinum á Fylki.vísir/báraÁgúst: Hefði viljað að við hefðum klárað leikinn mjög sannfærandi Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn gegn Fylki, þótt hann hafi verið tæpur á endanum. „Það stefndi í að við myndum skora 6-7 mörk en við urðum of værukærir. Við duttum niður og ég gerði skiptingu sem virkuðu greinilega ekki. Fylkismenn skoruðu þrjú mörk og hefðu hæglega getað tekið stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þeir fengu blóð á tennurnar og völtuðu yfir okkur síðustu 20 mínúturnar. Það er ótrúlegt að fá þessi þrjú stig en við tökum þau og erum ánægðir með þau.“ Síðustu leikir Breiðabliks hafa verið miklir markaleikir og leikir mikilla sviptinga. „Þetta hafa verið mjög kaflaskiptir leikir. Í síðustu tveimur leikjum lentum við 2-0 undir en komum gríðarlega sterkir til baka. Núna snerist þetta við og ég hefði viljað að við hefðum klárað þennan leik mjög sannfærandi. En við hleyptum Fylkismönnum inn í leikinn. Ég er ósáttur við þessi kaflaskipti. Þú verður að spila í 90 mínútur,“ sagði Ágúst. Fylkir fékk vítaspyrnu og Viktor Örn Margeirsson rautt spjald á 72. mínútu. „Ég sá það ekki. Við vorum í sókn og svo allt í einu var dæmt víti. Ég skildi þetta ekki alveg,“ sagði Ágúst. Þrátt fyrir miklar sveiflur í leikjum liðsins hefur Breiðablik fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm deildarleikjum sínum og er svo gott sem öruggt með Evrópusæti. „Það er góður gangur í þessu þótt leikirnir séu kaflaskiptir. Það sem skiptir öllu máli er að vinna og fá þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í,“ sagði Ágúst að endingu.Helgi var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri.vísir/andri marinóHelgi: Fer heim hundfúll með sjálfan mig „Ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum langt frá okkar besta. En það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Menn voru tilbúnir að berjast fyrir merki félagsins. Við hefðum hæglega getað jafnað. Við fengum 2-3 dauðafæri til að jafna í 4-4 sem hefði verið frábært og ekki ósanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn en sá fyrri varð okkur að falli,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir þeysireiðina á Kópavogsvelli í kvöld. Strákarnir hans Helga voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru 3-0 undir að honum loknum. Ekki tók betra við í upphafi seinni hálfleiks þegar Alfons Sampsted kom Breiðabliki í 4-0. „Við vorum of langt frá mönnunum og gáfum þeim tíma. Við ætluðum að koma framarlega á þá en náðum því ekki. Við gerðum tvöfalda skiptingu í hálfleik, settum tvo menn fram og pressuðum á vörnina þeirra. Það tókst en því miður aðeins of seint. Þó ekki því við fengum færi til að jafna. Þetta er hundfúlt,“ sagði Helgi. En hefði hann átt að breyta til fyrr í leiknum? „Það er alltaf ef og hefði. Ég get lofað þér því að ég fer heim hundfúll með sjálfan mig. Maður rýnir í það sem maður hefði getað gert. Það er eins og með leikmenn. Stundum geta þjálfararnir gert betur,“ sagði Helgi. „En ég var mjög sáttur að sjá hversu mikið leikmennirnir lögðu í þetta. Það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum jafnað þetta.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti