Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 07:30 Örlygur hefur rekið Hotel Cape á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár. Norcidphotos/Getty Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent