Lífið

Andri Sig­þórs og Anne selja ein­býlis­hús af dýrari gerðinni í Foss­voginum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Andri og Anne hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginum.
Andri og Anne hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginum.
Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett fallega einbýlishúsið sitt í Fossvoginum á sölu en fasteignamatið hljómar upp á 109,7 milljónir en líklegt er að húsið fari á mun hærra verði. 

Húsið er bjart og fallegt og vel skipulagt en það er 257 fermetrar og fimm svefnherbergi eru í því ásamt því að myndarlegur garður umkringir húsið. Húsið er á besta stað í Fossvoginum rétt hjá Víkinni.



Húsið var byggt árið 1971 en var endurnýjað árin 2013 og 2014 og er glæsilega innréttað eins og sést á meðfylgjandi myndum hér að neðan.

Eldhúsið er fallega innréttað.
Stofan er björt og arinn er í horninu til að kveikja í á köldum vetrarkvöldum.
Það er útsýni beint út á fótboltavöll úr einu herbergjanna.
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru samtengd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.