Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 19:53 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir „Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til. Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til.
Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira