Nánast öllum flugferðum British Airways aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 08:07 Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvelli í morgun. Þeim verður ekki flogið næstu tvo sólarhringana eða svo vegna verkfalls flugmanna. vísir/getty Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira