Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. Fréttablaðið/Valli Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15