Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. september 2019 07:00 „I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
„I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun