Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2019 19:00 Þótt Johnson hafi getað teymt þetta naut nærri Aberdeen í dag virðist hann ekki geta boðað til kosninga. AP/Andrew Milligan Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“ Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00