Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2019 19:00 Þótt Johnson hafi getað teymt þetta naut nærri Aberdeen í dag virðist hann ekki geta boðað til kosninga. AP/Andrew Milligan Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“ Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00