Lars náði í jafntefli í heimalandinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2019 20:45 Nágrannarnir skiptu með sér stigunum vísir/getty Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu gerðu jafntefli við granna sína frá Svíþjóð í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það voru gestirnir frá Noregi sem komust yfir í Stokkhólmi þegar Stefan Johansen skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Svíar jöfnuðu metin á 60. mínútu með marki frá Emil Forsberg. Hvorugu liði tókst að finna sigurmark og skildu þau því jöfn 1-1. Í sama riðli eru Spánverjar enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Færeyjum á heimavelli. Rodrigo kom Spánverjum yfir eftir aðeins þrettán mínútna leik og staðan var 1-0 í hálfleik. Hann bætti svo öðru marki við á 50. mínútu. Í uppbótartíma gerði Paco Alcacer tvö mörk sem gengu endanlega frá leiknum þó sigur Spánverja hafi aldrei verið í hættu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með 18 stig eftir sex umferðir. Svíar eru með 11, Rúmenar 10 og Norðmenn 9. Malta og Færeyjar sitja svo á botninum, Malta með þrjú stig en Færeyjar ekkert. EM 2020 í fótbolta
Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu gerðu jafntefli við granna sína frá Svíþjóð í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það voru gestirnir frá Noregi sem komust yfir í Stokkhólmi þegar Stefan Johansen skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Svíar jöfnuðu metin á 60. mínútu með marki frá Emil Forsberg. Hvorugu liði tókst að finna sigurmark og skildu þau því jöfn 1-1. Í sama riðli eru Spánverjar enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Færeyjum á heimavelli. Rodrigo kom Spánverjum yfir eftir aðeins þrettán mínútna leik og staðan var 1-0 í hálfleik. Hann bætti svo öðru marki við á 50. mínútu. Í uppbótartíma gerði Paco Alcacer tvö mörk sem gengu endanlega frá leiknum þó sigur Spánverja hafi aldrei verið í hættu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með 18 stig eftir sex umferðir. Svíar eru með 11, Rúmenar 10 og Norðmenn 9. Malta og Færeyjar sitja svo á botninum, Malta með þrjú stig en Færeyjar ekkert.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti