Geðheilsa er líka heilsa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2019 07:15 Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleikann á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira