Erlent

Dorian hrellir Bandaríkjamenn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Í Norður-Karólínu í dag.
Í Norður-Karólínu í dag. AP/Tom Copeland
Tuttugu eru látin hið minnsta eftir að fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar, þá á fimmta stigi. Björgunarstarf stendur enn yfir og ljóst er að tjónið er gríðarlegt. CNN greindi frá því að á níunda tug hafi verið bjargað af eyjunni Abacos í dag, sem kom einna verst út úr storminum.

Hubert Minnis, forsætisráðherra eyjanna, sagði í ávarpi í nótt að Sameinuðu þjóðirnar hefðu lofað milljón dala neyðaraðstoð, sérfræðiráðgjöf og matargjöfum. 

Eftir að hafa ferðast meðfram austurströnd Flórída í gær var Dorian, nú annars stigs fellibylur, kominn upp að Suður-Karólínu í morgun. Þar var gert ráð fyrir þriggja metra háum sjávarflóðum sem og mikilli úrkomu vegna stormsins.

Allsherjar rýming strandlengjunnar hafði áður verið fyrirskipuð og neyðarástandi verið lýst yfir.

Samkvæmt spám bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar NHC er búist við því að svokallað auga stormsins verði komið upp að strönd Norður-Karólínu í nótt en íbúar ríkisins voru þegar farnir að finna vel fyrir veðurofsanum í dag.


Tengdar fréttir

Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna

Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×