Læknir PSG gáttaður á Guðjóni Vali: Fertugur en spilar eins og hann sé þrítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson vakti mikla lukku í æfingabúðum PSG fyrir tímabilið. Getty/Anthony Dibon Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér. Franski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér.
Franski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira