Opið bréf til borgarstjóra Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun