Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 18:06 Frá fjöldafundinum á Austurvelli nú síðdegis. Vísir/nadine Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09