Regnbogafánar í rigningu við Höfða Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. september 2019 12:09 Fánarnir sex sem Advania dróg að húni í morgun. Vísir/Vilhelm Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga. Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga.
Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira