Fögnuðu áheitameti í maraþoninu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:44 4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið. Vísir/Einar Árnason Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01