Heimsþekktur leikari á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 15:30 John Hawkes í Winter´s Bone Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira