Jón Axel númer 36 í spá um bestu leikmenn bandaríska háskólaboltans í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 09:00 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/Lance King Miklar væntingar eru gerðar til íslenska landsliðsbakvarðarins Jóns Axels Guðmundssonar er sem er að hefja lokaár sitt með Davidson háskólaliðinu. Three-man-weave spáteymið ákvað að setja íslenska bakvörðinn í 36. sæti yfir bestu leikmenn bandaríska háskólaboltans í vetur. Þetta sýnir hversu hátt Jón Axel er metinn en sem dæmi þá eru sextíu leikmenn valdir inn í NBA-deildina en auðvitað kemur einhver hluti þeirra frá öðrum löndum. Jón Axel var valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa verið með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu. Jón Axel hækkaði sig um rúm þrjú stig að meðaltali í leik og þá skoraði hann tvöfalt meira í leik á þriðja ári (16,9) en á fyrsta tímabili sínu með Davidson 2016-17 (8,2). Í rökstuðningi á vali á Jóni Axel segir: „Líklegur til að ná þrennu á hverju kvöldi en JAG endaði í 3. sæti í stigaskori, 7. sæti í fráköstum og í 5. sæti í stoðsendingum í A-10 deildinni á 2018-19 tímabilinu. Hann er einn af bestu bakvörðum í landinu og myndar saman með Kellan Grady eina ógnvænlegustu bakvarðarsveit háskólaboltans.“ Jón Axel ætlaði að taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar síðasta sumar og æfði með liðum eins og Utah Jazz og Sacramento Kings í aðdraganda þess. Jón Axel meiddist þar og ákvað að draga sig út úr nýliðavalinu og spila þess í stað fjórða og síðasta árið með Davidson háskólaliðinu. Jón Axel var með íslenska landsliðinu í forkeppni EM í haust og sýndi þá flotta takta. Hann skoraði 15,8 stig í leik og skoraði mest 22 stig í sannfærandi sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til íslenska landsliðsbakvarðarins Jóns Axels Guðmundssonar er sem er að hefja lokaár sitt með Davidson háskólaliðinu. Three-man-weave spáteymið ákvað að setja íslenska bakvörðinn í 36. sæti yfir bestu leikmenn bandaríska háskólaboltans í vetur. Þetta sýnir hversu hátt Jón Axel er metinn en sem dæmi þá eru sextíu leikmenn valdir inn í NBA-deildina en auðvitað kemur einhver hluti þeirra frá öðrum löndum. Jón Axel var valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa verið með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu. Jón Axel hækkaði sig um rúm þrjú stig að meðaltali í leik og þá skoraði hann tvöfalt meira í leik á þriðja ári (16,9) en á fyrsta tímabili sínu með Davidson 2016-17 (8,2). Í rökstuðningi á vali á Jóni Axel segir: „Líklegur til að ná þrennu á hverju kvöldi en JAG endaði í 3. sæti í stigaskori, 7. sæti í fráköstum og í 5. sæti í stoðsendingum í A-10 deildinni á 2018-19 tímabilinu. Hann er einn af bestu bakvörðum í landinu og myndar saman með Kellan Grady eina ógnvænlegustu bakvarðarsveit háskólaboltans.“ Jón Axel ætlaði að taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar síðasta sumar og æfði með liðum eins og Utah Jazz og Sacramento Kings í aðdraganda þess. Jón Axel meiddist þar og ákvað að draga sig út úr nýliðavalinu og spila þess í stað fjórða og síðasta árið með Davidson háskólaliðinu. Jón Axel var með íslenska landsliðinu í forkeppni EM í haust og sýndi þá flotta takta. Hann skoraði 15,8 stig í leik og skoraði mest 22 stig í sannfærandi sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni.
Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga