Roger Federer datt óvænt út á Opna bandaríska en Serena brunaði áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 07:30 Roger Federer gengur svekktur af velli. Getty/Tim Clayton Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019
Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira