Sæll, Pence Bjarni Karlsson skrifar 4. september 2019 07:00 Ágæti herra Pence, ég leyfi mér að ávarpa þig hér til þess að bjóða þig velkominn til landsins og segja þér hvernig ég hygg að þorra íslenskrar þjóðar líði gagnvart þér. Ég starfa sem prestur, tilheyri íslensku þjóðkirkjunni og ávarpa þig sem slíkur. Bandaríkjamenn hafa lengi átt vináttu og aðdáun íslenskrar þjóðar og varaforseti Bandaríkjanna hlýtur alltaf að vera hér aufúsugestur. Því heilsum við þér af virðingu og viljum eiga gott samtal. Þorri landsmanna virðir hins vegar ekki stefnu þína í loftslagsmálum, orkumálum og málefnum minnihlutahópa og álítur hana meira að segja hættulega fyrir heimsbyggðina. Hér á landi hefur almenningsálitið þróast frá mannmiðlægni til lífmiðlægni í dúr við þekktar áherslur Sameinuðu þjóðanna. Það merkir að í stað þess að líta á manninn sem helsta markmið og dýrmæti heimsins horfum við í auknum mæli til vistkerfisins í heild og lítum á okkur og alla menn sem þátttakendur í vistkerfinu hafandi ríku ábyrgðarhlutverki að gegna vegna getu okkar. Þú kynnir þig sem kristinn mann. Ég vil árétta að kristið fólk á Íslandi tekur almennt undir þessi viðhorf. Við trúum því að veröldin sé sköpuð af góðum Guði sem gefist hafi heiminum sem lítið barn á flótta. Þess vegna lítum við á lífið sem gjöf en ekki gróða, teljum okkur skylt að vernda lífríkið sem við erum hluti af og göngum út frá jafnstöðu og systkinalagi allra manna. Kristnir Íslendingar jafnt sem aðrir vilja flestir leitast við að styðja líffræðilegan og menningarlegan fjölbreytileika í veröldinni. Íslenska þjóðkirkjan styður jafnframt réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Heimsókn Mike Pence Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Ágæti herra Pence, ég leyfi mér að ávarpa þig hér til þess að bjóða þig velkominn til landsins og segja þér hvernig ég hygg að þorra íslenskrar þjóðar líði gagnvart þér. Ég starfa sem prestur, tilheyri íslensku þjóðkirkjunni og ávarpa þig sem slíkur. Bandaríkjamenn hafa lengi átt vináttu og aðdáun íslenskrar þjóðar og varaforseti Bandaríkjanna hlýtur alltaf að vera hér aufúsugestur. Því heilsum við þér af virðingu og viljum eiga gott samtal. Þorri landsmanna virðir hins vegar ekki stefnu þína í loftslagsmálum, orkumálum og málefnum minnihlutahópa og álítur hana meira að segja hættulega fyrir heimsbyggðina. Hér á landi hefur almenningsálitið þróast frá mannmiðlægni til lífmiðlægni í dúr við þekktar áherslur Sameinuðu þjóðanna. Það merkir að í stað þess að líta á manninn sem helsta markmið og dýrmæti heimsins horfum við í auknum mæli til vistkerfisins í heild og lítum á okkur og alla menn sem þátttakendur í vistkerfinu hafandi ríku ábyrgðarhlutverki að gegna vegna getu okkar. Þú kynnir þig sem kristinn mann. Ég vil árétta að kristið fólk á Íslandi tekur almennt undir þessi viðhorf. Við trúum því að veröldin sé sköpuð af góðum Guði sem gefist hafi heiminum sem lítið barn á flótta. Þess vegna lítum við á lífið sem gjöf en ekki gróða, teljum okkur skylt að vernda lífríkið sem við erum hluti af og göngum út frá jafnstöðu og systkinalagi allra manna. Kristnir Íslendingar jafnt sem aðrir vilja flestir leitast við að styðja líffræðilegan og menningarlegan fjölbreytileika í veröldinni. Íslenska þjóðkirkjan styður jafnframt réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar