Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Hleðslustöð ON. Fréttablaðið/Valli Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira