Einelti í skólum að aukast á ný Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. Fréttablaðið/Eyþór Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira