Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 23:01 Það var ekki glatt yfir Johnson forsætisráðherra (f.m.) og félögum hans í Íhaldsflokknum á þingi í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00