Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 21:00 Stuðningsmenn áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu hafa mótmælt fyrir utan þinghúsið í Westminster í kvöld. Vísir/EPA Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53