Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:20 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við. Reykjavík Sorpa Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við.
Reykjavík Sorpa Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira