Fyrsti þáttur af Óminni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 18:45 Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun. Óminni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fyrsti þátturinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst hann klukkan 19:25. Í fyrsta þætti er fjallað um hvernig misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. Til að taka upp neysluna og vímuefnin fengum við að heimsækja nokkra einstaklinga í virkri neyslu og taka upp ólögleg vímuefni í haldi lögreglunnar. „Þetta eru í raun heimildaþættir sem eru byggðir á nafnlausum viðtölum við 36 einstaklinga. Sumir þeirra voru í neyslu, aðrir orðnir edrú og enn aðrir höfðu bara verið að fikta. Við vorum aðallega að tala við ungt fólk. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og fíkill en er búinn að vera edrú í tvö ár og þrjá mánuði. Þannig að ég vissi að þetta væri gríðarlegt vandamál hérna heima. Í maí í fyrra missti ég annan vin minn á stuttum tíma og það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég vissi áður að staðan í eiturlyfjaheiminum var grafalvarleg en þetta gerði útslagið,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Óminni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira