Fordæmalaust hamfaraveður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 19:15 Fellibylurinn Dorian hefur gert mikinn usla á Bahamaeyjum AP/Gerald Herbert Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00