Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 13:39 Myndir frá vettvangi sem slökkvilið í Ventura-sýslu birti á Twitter í morgun. Skjáskot/Google Maps Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019 Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019
Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira