Að þessu sinni var komið að risavillu í Bel Air hverfinu í Los Angeles. Húsið er metið á 56 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna.
Húsið er við 11490 Orum Road og eru alls níu svefnherbergi í eigninni og 15 baðherbergi.
Húsið er 1765 fermetrar að stærð og er útisvæðið alls 557 fermetrar. Hægt er að leggja þrjátíu bílum við húsið og inni í því. Hér að neðan má sjá yfirferð um þessa fallegu eign.