Stefnumiðaðir stjórnarhættir Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 2. september 2019 09:03 Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar