Mikil útgjöld í framkvæmdir og viðhald skóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 11:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira