Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Ari Brynjólfsson skrifar 19. september 2019 06:45 Formaður segir byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi vera langt komna. Fréttablaðið/Anton Brink Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira