Meirihlutinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu grunnskólanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. september 2019 14:43 Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun